Hafnarfjörður - Garðabær- Álftanes- Hafnarfjörður

Í glampandi sól og hita en þó nokkru roki hlupu Magga og Þórdís kl. 1O.15 á laugardagsmorgni Garðabæinn með slaufum.  Hlaupinn var hefðbundinn Garðarbæjarhringur að viðbættu öllu Arnarnesinu og svo hlaupið sem leið lá eftir sjálandinu út á Álftanes, þar var farið yfir hjá Garðarholti.  Þórdís hljóp svo heim til sín alls 16,5 km en Magga fór alla sjávarlengjuna með einhverri slaufu til síns heima alls 19,3 km.  Ánægðar með hlaupið fórum við inn í helgina.

 Þórdís


Hlaup í sveitinni

Ég var í 3ja daga "hvíldardvöl" í veiðihúsi við Dunká á Snæfellsnesi.  Hljóp þar 10 km á þriðjudag 22/7 og svo 7 km í dag 24/7 08. 

Hverjar ætla að hlaupa á laugardag ?

 Þórdís


Norðurbær með hraði

Mætar, Bryndís, Þóra-Hrönn og Magga. engin okkar var í stuði fyrir brekkuhlaup því var ákveðið að taka Norðurbæinn með hraði. Rúnturinn var ca. 6 km langur. Á síðustu metrum tók ein Búkollan sprettinn heim með hraði átti visst fund með páfa þegar heim í hlað var komið. Næsta hlaup er á fimmtudag Þóra-Hrönn fer austur og hleypur því ekki með okkur hinum búkollunum.

magga


Hetjan hún Þóra Hrönn

Þú ert  ótrúlega dugleg Þóra-Hrönn Grin, ég hljóp ekki á Laugardag né mánudag. Er í miklum framkvæmdum heima fyrir, búin að vera eftir að hafa verið "á juðaranum" í 3 sólarhringa. Verkjaði í fótum og höndum. Mæti hress og til í slaginn á morgun þriðjudag.

magga


Setbergið

Langaði ekki mikið út í rigninguna en lét mig hafa það og fór hring í Setberginu.  Fór hægt yfir en náði 5 km.  Það er einhver þreyta í mér eftir síðustu viku sem skal verða búin á morgun. Vonast til að sjá einhverjar hlaupadrottningar þá.

Kveðja, Þóra Hrönn


Hafnarfjörður - Garðabær - Álftanes

Þórdís og Þóra Hrönn hlupu í dag í alveg æðislegu veðri. Við hittumst við undirgöngin eins og búið var að ákveða kl. rétt rúmlega 10:00. Við tókum stefnuna á Garðabæinn og svo var það meðfram sjónum  í Arnarnesinu og út á Álftanes. Ég var ákveðin í að taka 18 km en Þórdís eitthvað minna. En svo þegar til kom var þetta svo ljúft og skemmtilegt að Þórdís hljóp allan tímann með mér. Leiðir skildust við Hrafnistu og hún hljóp heim (16 km) en ég tók strandlengjuna út að Fjörukrá og tilbaka aftur til að ná þessum 18 km.  Það  tókst. Samkvæmt plani hittumst við aftur á mánudag kl. 17:30.

Kveðja, Þóra Hrönn


Áslandið

Mætar Bryndís, Ingileif, Magga, Þórdís og Þóra-Hrönn, Hlaupið var Áslandið í 17 stiga hita og logni. Hraðinn góður,eftir brekkurnar var tekin rúnturinn kringum Ástjörnina og síðan niður í bæ. Vegalengdin var 7.6 km á misjöfnum hraða. Núna eru allar búkollurnar komnar með Garmintæki , Ingileif mætti með nýjustu útgáfuna í dag þannig að nú getum við endalaust borið saman og rifist um  millitíma, paceið og vegalengdina sem hlaupið er. Næst förum við Garðabæinn á Laugardag . Stefnan er að hlaupa 18 km. Þórdís og Ingileif hlaupa sennilega á morgun föstudag en við hinar á laugardag samk. áætlun.

Brekkur í dag ?

Hverjar ætla að hlaupa brekkur í dag kl. 17.30 ???

 


Búkollur bauluðu hátt í dag

Mætar voru Brýndís, Ingileif, Magga og Þóra-Hrönn, jæja, það var baulað í brekkunum í dag. Farið var upp Öldugötu með öllum krafti 3 sinnum, síðan var farið upp Brekkugötuna -þar biðu Flensborgartröppurnar eftir okkur. 4x upp var látið duga að þessu sinni. Tókum svo töltið að Suðurbæjarlauginni og síðan strikið heim. Ansi þreyttar eftir túrinn.

Búkolla


Norðurbærinn

Magga og Þóra Hrönn hlupu Norðurbæinn 7 km. Veðrið leit ekki vel út í byrjun en í Norðurbænum er svo mikið skjól. Við vorum á ágætum hraða allan tímann. Á morgun eru það brekkur.

Kveðja, Þóra Hrönn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband