Bárukot - Kirkjubæjarklaustur

Ég hljóp á laugardaginn (í gær) frá Bárukoti sem er neðst í Landbrotinu fyrir austan og upp á tjaldstæðið á Kirkjubæjarklaustri. Sigurjón hljóp með mér fyrstu 3 km en fór svo til baka til að ná í bílinn. Garmurinn minn stóð í 16.37 km þegar á tjaldstæðið kom. Ég var alveg hundblaut því það hellirigndi allal leiðina en það var allt í lagi því ég vissi að heit sturta biði mín. Það er gaman að skokka í sveitinni. Fallegt umhverfi og fullt af dýralífi. Ég paceaði  mig á 6.30 sem gekk alveg eftir þangað til ég fór í gegnum kríuvarp þá bætti ég mig um heila mínútu. Ég sendi skýrslu í Hafnarfjörðinn og var þá búin að fá skýrslu frá Möggu og frétta af Þórdísi og Ingileif. Tökum svo á því á morgun.

Kveðja, Þóra Hrönn


Hellidemba

Ingileif,Magga og Þórdís lögðu í hann kl.10.00,stefnan var Garðabær  það var ágætis veður fyrstu 2-3 km svo fór að rigna eins og hellt hafi verið úr fötu. Hringurinn var því ótrúlega þungur yfirferðar, fötin límdust við mann og allar búnar að fá nog eftir tæpa 12 km.


Áslandið

Heilar og sælar, við Þóra Hrönn fórum Áslandið í yndislegu veðri. Fórum þetta á nokkuð jöfnum hraða og mældist túrinn 7.3km. Næst er það garðabærinn á laugardag kl.10.

kveðja Magga


Garðabær í góða veðrinu

Magga, Þóra Hrönn og Fluga tóku einn hring í Garðabænum. Veðrið var mjög gott og má segja að það hafi verið of heitt. En við vorum á þægilegum spjallhraða og töluðum mikið um mat. Magga var með þvílíkar uppskriftir sem verða prófaðar fljótlega. Þær virkuðu allavega mjög auðveldar. Þegar á Austurgötuna var komið stóð 12,2 km á garminum mínum. Eftir teygjur í garðinum og sturtu líður mér bara mjög vel. Það verður svo Áslandið á fimmtudag.

Kveðja,

Þóra Hrönn


Bukollur

Þá erum við komnar með bloggsíðu sem allir virkir hlaupagikkir í hópnum hafa aðgang að. Einnig væri gaman að setja inn myndir þegar einhver hefur það frumkvæði að taka myndavélina með í ferðum okkar. kveðja magga

 

Hæ stelpur, Þá er ég komin heim eftir frábæra ferð hringinn í kringum hnöttinn. Ég hljóp 5 km í Kína og var fegin að hafa ekki meiri tíma og í San francisco fór ég 10 km. Það var skemmtilegt að hlaupa yfir Golden gate brúna. Annars vegar þægilegur vindur frá sjónum og hins vegar mengun frá bílunum.  En ég hlakka til að hitta ykkur á morgun mánudag kl. 17:30. Ég set inn myndir frá Kína og USA fljótlega.

Kveðja,

Þóra Hrönn


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband