GAMLÁRSHLAUP 2008

Veðrið var alveg frábært og mikil þátttaka. Það var eitthvað skrýtið að koma í mark því það var löng biðröð í það. Garmurinn minn stóð í 1.0052 en ég var eitthvað að væflast áður en ég slökkti. Ætla að sjá hvað flögutími er. En ég held að allt puðið í vetur hafi skilað sér. Ég óska Búkollum og Byltum gleðilegs ár og þakka fyrir hlaupin á árinu sem var að líða.

Kveðja,

Þóra Hrönn


NORÐURBÆR

Bryndís hljóp með mér í dag og hlupum við í Norðurbæinn. Veðrið var alveg æðislegt þó það rigndi svolítið á okkur seinni hluta leiðarinnar. Það var svo gott að hlaupa án þess að vera kappklædd og með gormana undir skónum. Ég er búin að skrá mig í hlaupið á gamlársdag og vona ég að veðrið verði gott.

Kveðja,

Þóra Hrönn


GARÐABÆJARHRINGUR 10 KM

Hæ allar Búkollur nær og fjær. Þá er eitt hlaup eftir hjá mér fyrir ÍR hlaupið á gamlársdag. En í dag fór ég gamla góða Garðabæjarhringinn. Það var hlýtt úti og þægilegt að hlaupa því göturnar voru svo auðar. Það verður nú að viðurkennast að það er skemmtilegra að hlaupa með einhverjum og svo miklu meira hvetjandi. En þetta gekk allt saman. Næsta hlaup á mánudag.

Kveðja,

Þóra Hrönn


SELTJARNARNESHRINGUR

Eftir allt hangikjötið og rjúpurnar svo ekki sé minnst á sörurnar þá var gott að fara í hlaupafötin og fara út á Seltjarnarnes. Þar hitti ég Pétur minn og tókum við einn hring á nesinu. Það var áskorun að hlaupa með svona ungum og sprækum einstaklingi sem hvatti mig líka óspart. Hringurinn var rétt rúmlega 6 km og gáfum við frekar í en hitt. Veðrið var gott og náðum við þessu í ljósaskiptunum. Þegar heim kom beið mín heitur pottur þar sem gott er að slaka á. Næsta hlaup á morgun, laugardag.

Kveðja,

Þóra Hrönn


SNJÓR - SNJÓR OG AFTUR SNJÓR

Það var ævintýri líkast að koma út í morgun. Snjór yfir öllu. Bærinn okkar svo fallega skreyttur og grenitrén klædd í hvítar kápur. Ákvað að fara eitthvað sem ég væri mjög vön og taka eins og 10 km í morgun, en það er síðasti laugardagur fyrir jól. Það var mjög þungt færi þrátt fyrir að ég væri vel búin til fótanna með gadda og í ullarsokkum svo mér yrði ekki kalt. Veðrið var fallegt og þegar ég fór Sjálandið sá ég kajak sem kom siglandi á mjög sléttum sjó. Ég var u.þ.b. 1 klst. of snemma á ferðinni því þegar ég kom upp á Álftanesveginn kom skafari á eftir mér á fullu að laga göngustíginn. En hvað um það ég naut þess að vera úti og erfiða svolítið.

Kveðja,

Þóra Hrönn  


GARÐABÆR Í SLYDDU

Ákvað að taka daginn snemma þar sem ég er að fara að vinna eftir hádegi. Fór gamla góða Garðabæjarhringinn. Var í nokkuð góðu veðri fyrri part leiðar og var að hugsa hvað ég væri alltaf heppin en þá fór að rigna og endaði með slyddu. En ég fékk súrefni í kroppinn og 10,5 km á Garminn minn.

 Kveðja,

Þóra Hrönn  


JÓLASNJÓR

Fór rétt rúma 10 km í morgun Garðabæjarhring. Veðrið var mjög gott og lá svo fallegur snjór yfir öllu. Ég sá hlaupaspor eftir fólk með gadda og svo hafa nokkrir ferfættlingar verið með hópnum. Það verður að segja Garðbæingum til hróss að þeir eru fljótir að bregðast við og skafa göngustígana.  Næsta hlaup verður hjá mér á mánudagsmorgun.

 Kveðja,

Þóra Hrönn


IRON DOG

Nú er að duga eða drepast. Það styttist í vélsleðaferðina mína til ALASKA en ferðin byrjar 6. febrúar svo það er ekkert sem heitir annað en að koma sér í sem besta formið www.icelandalaska.com fyrir áhugasama. Ég skellti mér einn stuttan hring um Norðurbæinn í hádeginu minnug þess sem Siggi P sagði við mig "hálftímarnir leynast víða" Garmurinn náði ekki 5 km en það var ekki meiningin að fara mikið lengra. Magga ég treysti á þig á laugardaginn kl. 10:00 og taktu systur þína með. Ég er svo mikið ein að ég fer að verða mannafæla.

Kveðja,

Þóra Hrönn


hæ hhó...hó

Fyrirgefðu Þóra Hrönn mín, ég fór ekki með þér á Laugardaginn fór samt hring á sunnudag með Íu systir en hún kom til landsins sl .fimmtudag. Við fórum hring um Garðabæinn 7km. Á núna rúma viku eftir í jóla frí og fer þ´´a vonandi á stað með fullum krafti. Ætla samt að reyna koma með þér á laugardag. Þetta fer að vera áhyggjuefni hvað þú ert að koma þér í gott form. 

kveðja Magga


GARÐABÆR Í SNjÓKOMU

Ég hljóp sama hring í morgun og á laugardaginn en stytti hann aðeins í 10,5 km. Erfiðleikastuðullinn var nokkuð mikill á köflum þar sem ekki var búið að skafa en þar sem búið var að skafa var fínt. Ég var með gormana undir skónum sem eru góðir í snjó. Annars var hlýtt og þetta var bara skemmtilegt.

Kveðja,

Þóra Hrönn


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband