Bryndís, Soffía og Þóra Hrönn hlupu kl. 10:00 í morgun þar sem það hentaði okkur öllum. Undirrituð sá fram á að vera upptekin við vinnu eitthvað fram eftir degi. Veðrið var alveg frábært og efst í Áslandinu gladdi útsýnið augað. Það var ekki leiðinlegt að takast á við daginn eftir hlaupið.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 4.9.2008 | 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Þóra Hrönn hlupum góðan hring í Garðabænum í morgun, 10 km. Fengum á okkur væna dembu á síðustu metrunum og urðum vel blautar. Þóra Hrönn mun eflaust halda hlaupaplaninu en sjálf er ég á leið til Köben á morgun og kem ekki aftur fyrr en eftir 10 daga.
kveðja, Ingileif.
Ps. Kær kveðja til Brúnkollu, megi hún lifa vel og lengi !!!
Lífstíll | 30.8.2008 | 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar Búkollur, til hamingju með daginn......okkur tókst þetta. Við Anne-Marie vorum mjög ánægðar með hlaupið. Lögðum á stað með pace upp á 5.45 , ég fattaði svo þegar við vorum búnar að hlaupa 1,3 km að ég hafði aldrei startað klukkunni. Jæja okkur tókst að halda þessum hraða upp að 17 km þá fór að hægja aðeins á okkur. Við 19 km mæti ég veggnum gat ekki séð nokkurn tilgang með að klára þetta hlaup og reyndi að sannfæra mig um að það væri bara allt í lagi að labba síðustu tvo km. Anne-Marie tók fram úr mér og það varð mér ákv. hvatning. Við seðlabankahúsið var ég orðin nokkuð góð og gaf allt sem ég átti eftir. Við komum svo í mark á ca.2.03 og sú gamla marði að koma í mark á 2.05.30.
kveðja Magga
Lífstíll | 23.8.2008 | 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hæ allar Búkollur,
Nú er ég komin á stað sem heitir Sagamore við Georgs vatn í norðanverðu New York fylki. Ég fór út að hlaupa í morgun og tók 10 km. Það var svo heitt að ég fékk salt í augun. En hér er mjög fallegt og mjög gaman að hlaupa meðfram vatninu. Ekki var svo verra að fá smá dekur á hótelinu þ.e. nudd í 50 mínútur.
Gott hjá þér Ingileif að fara Garðabæinn og þú hefur verið á góðum tíma. Við verðum svo hressar á föstudag en þú sérð mig örugglega í garðinum strax á fimmtudaginn.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 18.8.2008 | 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eg er stodd i New York og var svo vitur ad taka med mer hlaupaskona. Tegar eg kom ut i morgun snemma ad eg helt ta var buid ad loka Park Avenue fyrir allri bilaumferd.Tetta gerir borgin fyrir ibuana trja laugardaga i agust. Eg hljop upp i Central Park og eitthvad inn i hann og tar var annad hlaup i gangi. Tetta var otrulega gaman. Garmurinn minn kom aldrein inn sennilega vegna allra hahysanna herna. Eg hljop i 50 min og var alsael.
Kvedja ur stora eplinu
Thora Hronn
Lífstíll | 16.8.2008 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ingileif og Þóra Hrönn hlupum Setbergshring í gær í blíðskaparveðri. Bryndís lét vita að hún væri í göngu og hefði tafist í berjamó. Eitthvað hefur komið upp á hjá Möggu því hún kom ekki. Þórdís tók morgunskokk og gaf skýrslu. Við hlupum frekar hratt miðað við okkur og vorum því frekar kátar þegar við komum að Lækjarskóla.
Næst hittumst við á fimmtudag og þá tökum við Áslandið. Það verður mitt síðasta hlaup fyrir Reykjavíkur-hálfmaraþon því á föstudag fer ég til New York og kem heim rétt fyrir hlaup.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 13.8.2008 | 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bryndís, Ingileif og Þóra Hrönn hlupu í Garðabæinn í mjög þægilegu veðri. Þetta er 10 km hringur og vorum við bara á nokkuð góðum hraða. Magga ætlaði að hlaupa seinna um daginn. Við ætlum að fara Setbergið á morgun kl. 17:30.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 11.8.2008 | 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hæ allar Búkollur og þú líka Brúnkolla ef þú lest þetta. Ég undirrituð kom úr veiðiferð í gær og rétt náði að þvo af mér slorið áður en farið var á tónleika með Eric Clapton. Ég fíla karlinn í ræmur. Í morgun hlupum við 5 saman. Bryndís, Ingileif, Þórdís, Magga og Þóra Hrönn. Æðislegt veður og vorum við fljótar að fækka fötum. Vorum spurðar hvort eitthvert kvennahlaup væri í gangi. Hópurinn tvístraðist eftir 13 km. Magga hvarf á undan okkur og Bryndís beygði hjá Hrafnistu. Við hinar þrjár fórum hjá Garðaholti. Þórdís beygði svo heim til sín en við Ingileif kláruðum við Lækjarskóla. Garmurinn minn stóð í 18 km og er forvitnilegt að heyra hvað Magga og Bryndís voru með á sínum. Næsta æfing á mánudag eftir plani.
Kveðja, Þóra Hrönn
Lífstíll | 9.8.2008 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í gær þann 8.ágúst hlupu Bryndís, Ingileif, Hlín Þórhallsdóttir og Eva, vinkona Ingileifar sem hefur verið að hlaupa með hlaupahópnum á Völlunum. Við hlupum á þægilegum hraða Áslandshringinn, 7 km í góðu veðri. Hittumst svo vonandi sem flestar á laugardaginn kl. 10:00.
Kveðja, Ingileif.
Lífstíll | 8.8.2008 | 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar allar Búkollur, Ég hljóp Garðabæjarhringinn og var hann 10 km hjá mér. Veðrið var eins og eftir uppskrift. Nú styttist í Reykjavíkur-hálfmaraþon og verð ég að viðurkenna að ég er að verða svolítið stressuð. Ég hef verið að gera svo margt annað en að hlaupa. Ég ætla að mæta við Lækjarskóla á morgun kl. 17:30 og vonast til að sjá einhverjar þar. Ég ætla svo að taka eitthvað langt á laugardaginn kl. 10:00. Geri svo eins og Þórdís tek með mér skóna í veiðina.
Kveðja, Þóra Hrönn
Lífstíll | 4.8.2008 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)