Það var dimmt í morgun þegar gæsirnar flugu gargandi yfir húsið hjá mér en ég bauð þeim nú samt kurteislega góðan daginn. Heyrði ekkert frá Möggu og gerði ráð fyrir að hún vildi sofa svo ég skokkaði ein af stað. Fór gamla Garðabæjarhringinn með viðkomu hjá Hrafnistu. Það var mikil hálka fyrri part leiðar og ég var spæld út í sjálfan mig fyrir að vera ekki með brodda undir skónum. Mætti fáum hlaupurum sem undirstrikaði það enn frekar að hálka og hlaup fara ekki saman. En seinni hluti leiðar var miklu betri. Ég fór 12 km eins og ég ætlaði mér og er ánægð með það.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 6.12.2008 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er svo skrýtið þegar maður er að koma sér af stað þá virðist veðrið alltaf vera eitthvað svo kalt og dimmt en svo þegar út er komið er oftar en ekki hið besta veður. Þannig var það í morgun. Ég ákvað að lengja Áslandshringinn með því að fara Setbergið líka. Þetta er fínn brekkuhringur. Ég var með brodda undir skónum því það var mikil hálka. Garmurinn stóð í 9,07 km þegar heim kom. En talandi eða skrifandi um km þá gleymdi ég að láta það koma fram að við Magga hlupum rúmlega 14 km á laugardaginn.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 1.12.2008 | 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hæ allar Búkollur nær og fjær,
Minna hefur verið um skrif en hlaup undanfarið. Ég, Magga og Fluga (ferfættlingur) hlupum upp í Sléttuhlíð í gær. Veðrið var himneskt. Það var -4°C en algjör stilla. Það var svo falleg birta í loftinu og vorum við í góðum gír. Við vorum sammála því að fara oftar í Sléttuhlíðina.
Mig langar til að setja inn fyrir ykkur sem ennþá farið inn á þessa síðu tengil inn á Reykjavíkurmaraþons myndirnar hans Sigurjóns.
http://picasaweb.google.com/sigurjonp/2008ReykjavKmaraOn#
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 30.11.2008 | 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilar og sælar Búkollur!!!!
Vaknaði í morgun og hugsaði með mér........ HINGAÐ OG EKKI LENGRA !!!!!!! Nú skaltu með illu eða góðu koma þér í hlaupagallann og út. Veðrið var gott og viti menn það tókst. Ég tók Flugu með þar sem Þóra Hrönn var nýbúin að hlaupa, Ingileif var á kafi í verkefnaskilum og Þórdís ekki nógu góð í hnénu. Þetta var flottur túr hjá okkur Flugu fórum rúma 9 km, Frá Sléttuhlíð og yfir í Heiðmörkina. Vonandi fara fleiri Búkollur að skila sér.
Lífstíll | 18.10.2008 | 21:35 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar, magga og Ingileif tóku sprettinn tvisvar í síðustu viku. Magga fór svo erlendis og var ætlunin að hlaupa í kvöld mánudag. Veðrið ógeðslegt , stuðið ekkert , ekki skrítið þar sem þjóðarbúskapurinn stefnir í kaf, staðreyndir þessar urðu til þess að ekkert varð úr hlaupunum í kvöld. Vonandi verður veðrið eitthvað skárra næstu daga og kannski koma ráðamenn þjóðarinnar okkur úr þessari patstöðu sem ríkt hefur undanfarna daga. Baulaðu nú Búkolla...... taktu hár úr hala þínum og segðu mér hvað gera skal....
magga
Lífstíll | 6.10.2008 | 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
YES stelpur ég náði markmiði vikunnar sem áttu að verða 30 km. Við Bryndís fórum Garðabæjarhringinn í morgun en hann er 10 km. Veðrið var gott en það ringdi á okkur síðustu metrana. Við skiptum liði þegar 5 km voru komnir því við vorum ekki alveg á sama hraða. Bryndís er að fara maraþon um næstu helgi svo hún vildi fara hægar en ég. En það var allt í lagi því við enduðum á sama stað og teygðum. Markmið næstu viku eru 32 km.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 13.9.2008 | 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sælar allar,
Kom heim frá Köben á þriðjudagskvöldið var. Fín ferð, blanda af vinnu og fríi. Heima beið svo vinnan og allt hitt....ég sé að þið hafið verið duglegar að hlaupa, maður verður bara hálf abbó...Ég á erfitt með að hlaupa í fyrramálið þannig að ég dreif mig út núna seinni partinn og tók klassískan Garðabæjarhring, 10 km á einni klst og 5 mín. Hljóp meira af vilja en mætti, fékk bæði hlaupasting og aðra stingi, en fengin að hafa drifið mig.
Við sjáumst vonandi sem flestar á mánudaginn kl. 18:30.
Kveðja, Ingileif.
Lífstíll | 12.9.2008 | 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég og Bryndís hlupum öfugan hring í Norðurbæinn. Rétt rúma 6 km en Bryndís hljóp að heiman svo hún hefur nú fengið fleiri km. Þetta var ágætt hjá okkur. Það ringdi á okkur en annars var mjög heitt. Eitthvað var ég lúin þegar heim kom því ég sofnaði í baðinu og vaknaði í ísköldu vatninu. Dreif mig í sparifötin og í 60 afmæli Sr. Gunnþórs Ingasonar. Það var mjög flott og skemmtilegt afmæli. Ég hleyp svo næst á fimmtudagsmorgun og svo á laugardag. Á mánudaginn kemur Siggi P og leiðbeinir okkur eða þeim sem það vilja. Ingileif er að koma heim í dag frá CPH svo vonanadi verðum við allar á laugardaginn og tökum eitthvað um 10 km.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 9.9.2008 | 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hljóp Setbergshring áðan og var ein á ferð. Magga var að fara á leik með Höllu dóttur sinni og Bryndís var eitthvað upptekin. Ég var með vindinn í fangið til að byrja með en í bakið á leiðinni heim sem var auðvitað mjög jákvætt. Svo var ég að hlusta á hljómsveitina QUEEN sem ég fíla í tætlur. Ég var næstum því of snögg að klára þetta svo ég tók góðan tíma í teygjur. Annars var ég að fá hlaupaplan í hendurnar frá Sigurði P sem ég ætla að fara eftir. Þá er ég komin með markmið fram að áramótum sem hentar mér mjög vel og einnig ákveðið aðhald. Hleyp á morgun einhvern tíma eftir hádegið og svo á fimmtudagsmorgun.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 8.9.2008 | 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var hálfeinmanalegt að fara út í rigninguna í morgun og vita að Ingileif væri í CPH og engin önnur væri að fara að hlaupa. En það stytti fljótlega upp og hlaupalagið varð léttara. Ég fór smá slaufur í Garðabænum og svo út á Álftanes og þegar allt var talið voru þetta 13,35 km. Næsta hlaup verður á mánudag.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Lífstíll | 6.9.2008 | 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)