SNJÓR - SNJÓR OG AFTUR SNJÓR

Það var ævintýri líkast að koma út í morgun. Snjór yfir öllu. Bærinn okkar svo fallega skreyttur og grenitrén klædd í hvítar kápur. Ákvað að fara eitthvað sem ég væri mjög vön og taka eins og 10 km í morgun, en það er síðasti laugardagur fyrir jól. Það var mjög þungt færi þrátt fyrir að ég væri vel búin til fótanna með gadda og í ullarsokkum svo mér yrði ekki kalt. Veðrið var fallegt og þegar ég fór Sjálandið sá ég kajak sem kom siglandi á mjög sléttum sjó. Ég var u.þ.b. 1 klst. of snemma á ferðinni því þegar ég kom upp á Álftanesveginn kom skafari á eftir mér á fullu að laga göngustíginn. En hvað um það ég naut þess að vera úti og erfiða svolítið.

Kveðja,

Þóra Hrönn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband