GARÐABÆR - HRAFNISTA

Það var dimmt í morgun þegar gæsirnar flugu gargandi yfir húsið hjá mér en ég bauð þeim nú samt kurteislega góðan daginn. Heyrði ekkert frá Möggu og gerði ráð fyrir að hún vildi sofa svo ég skokkaði ein af stað. Fór gamla Garðabæjarhringinn með viðkomu hjá Hrafnistu. Það var mikil hálka fyrri part leiðar og ég var spæld út í sjálfan mig fyrir að vera ekki með brodda undir skónum. Mætti fáum hlaupurum sem undirstrikaði það enn frekar að hálka og hlaup fara  ekki saman. En seinni hluti leiðar var miklu betri. Ég fór 12 km eins og ég ætlaði mér og er ánægð með það.

 Kveðja,

Þóra Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband