SETBERG -ÁSLAND

Það er svo skrýtið þegar maður er að koma sér af stað þá virðist veðrið alltaf vera eitthvað svo kalt og dimmt en svo þegar út er komið er oftar en ekki hið besta veður. Þannig var það í morgun. Ég ákvað að lengja Áslandshringinn með því að fara Setbergið líka. Þetta er fínn brekkuhringur. Ég var með brodda undir skónum því það var mikil hálka. Garmurinn stóð í 9,07 km þegar heim kom. En talandi eða skrifandi um km þá gleymdi ég að láta það koma fram að við Magga hlupum rúmlega 14 km á laugardaginn.

 Kveðja,

Þóra Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

l Flott Þóra Hrönn, þú veist að ég öfunda þig. Ég fór ekkert í dag þar sem ég skilaði mér ekki heim úr vinnu fyrr enn kl19.00. Vonandi kemst ég á Laugardag. Kveðja

magga

margrét Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband