Norðurbær

Ég og Bryndís hlupum öfugan hring í Norðurbæinn. Rétt rúma 6 km en Bryndís hljóp að heiman svo hún hefur nú fengið fleiri km. Þetta var ágætt hjá okkur. Það ringdi á okkur en annars var mjög heitt. Eitthvað var ég lúin þegar heim kom því ég sofnaði í baðinu og vaknaði í ísköldu vatninu. Dreif mig í sparifötin og í 60 afmæli Sr. Gunnþórs Ingasonar. Það var mjög flott og skemmtilegt afmæli. Ég hleyp svo næst á fimmtudagsmorgun og svo á laugardag. Á mánudaginn kemur Siggi P og leiðbeinir okkur eða þeim sem það vilja. Ingileif er að koma heim í dag frá CPH svo vonanadi verðum við allar á laugardaginn og tökum eitthvað um 10 km. 

Kveðja,

Þóra Hrönn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hleyp ekki með ykkur fyrr en um þar næstu helgi, laugardaginn 20. sept.  er á leið í stutta ferð til útlanda, vona að þið stingið mig ekki alveg af þegar ég mæti til leiks. 

Hlakka til að sjá hlaupaplanið Þóra Hrönn.

Bestu kveðjur Þórdís

þórdís (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:47

2 identicon

Hvaða Siggi P ?

Kveðja Ingileif.

ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband