Það var hálfeinmanalegt að fara út í rigninguna í morgun og vita að Ingileif væri í CPH og engin önnur væri að fara að hlaupa. En það stytti fljótlega upp og hlaupalagið varð léttara. Ég fór smá slaufur í Garðabænum og svo út á Álftanes og þegar allt var talið voru þetta 13,35 km. Næsta hlaup verður á mánudag.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Athugasemdir
Andskotans kraftur er í þér Þóra Hrönn, ég kom heim miðvikdags nóttina og hef verið að lenda síðan. Beint í skólann og vinnuna og hef látið það eftir mér að hlaupa ekki. Úti var ekki undir 37 stiga hita þannig að ég hljóp aldrei. Sjáumst hinsvegar á morgun kl.17.30
magga
Búkollur, 7.9.2008 kl. 20:30
Frábært - Hlakka til
Kveðja, Þóra Hrönn
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.