Hæ allar Búkollur,
Nú er ég komin á stað sem heitir Sagamore við Georgs vatn í norðanverðu New York fylki. Ég fór út að hlaupa í morgun og tók 10 km. Það var svo heitt að ég fékk salt í augun. En hér er mjög fallegt og mjög gaman að hlaupa meðfram vatninu. Ekki var svo verra að fá smá dekur á hótelinu þ.e. nudd í 50 mínútur.
Gott hjá þér Ingileif að fara Garðabæinn og þú hefur verið á góðum tíma. Við verðum svo hressar á föstudag en þú sérð mig örugglega í garðinum strax á fimmtudaginn.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Athugasemdir
Hæ, hæ
búin að vera annasöm helgi hjá mér og ég hálfdösuð. En ég ætla að hlaupa á morgun og láta það duga fram að laugardeginum.
Kveðja, Ingileif.
ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:12
Sælar allar, vinsamlegast segið mér hvernig maður setur inn nýskráningu ég virðist hvorki hitta á rétt lykilorð né notendanafn !!!
Hvað um það, við Þórdís hlupum í gær útvíkkaðan Setbergshring, 7 km, með það fyrir augum að hlaupa aðeins "hraðar" en venjulega. Þetta var bara gaman, mikið pústað og mikið verið að horfa á "peisið" að sjálfsögðu sem reyndist að lokum vera 6,22, gaman væri að fara á þessum hraða í rigningunni á laugardaginn kemur...Hm..hm...kveðja, Ingileif.
Ingileif Malmaberg (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.