Hæ allar Búkollur og þú líka Brúnkolla ef þú lest þetta. Ég undirrituð kom úr veiðiferð í gær og rétt náði að þvo af mér slorið áður en farið var á tónleika með Eric Clapton. Ég fíla karlinn í ræmur. Í morgun hlupum við 5 saman. Bryndís, Ingileif, Þórdís, Magga og Þóra Hrönn. Æðislegt veður og vorum við fljótar að fækka fötum. Vorum spurðar hvort eitthvert kvennahlaup væri í gangi. Hópurinn tvístraðist eftir 13 km. Magga hvarf á undan okkur og Bryndís beygði hjá Hrafnistu. Við hinar þrjár fórum hjá Garðaholti. Þórdís beygði svo heim til sín en við Ingileif kláruðum við Lækjarskóla. Garmurinn minn stóð í 18 km og er forvitnilegt að heyra hvað Magga og Bryndís voru með á sínum. Næsta æfing á mánudag eftir plani.
Kveðja, Þóra Hrönn
Athugasemdir
Heilar og sælar, rúnturinn í gær mældist hjá mér 20,2 og paceið var 6.09. Var bara nokkuð ánægð , tíminn var 2tímar og 3 mín. Sá Bryndísi bregða fyrir rétt hjá víkingaþorpinu. Sjáumst svo á mánudag kl.17.30
kveðja magga
margrét halldórsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.