Garðabær

Sælar allar Búkollur, Ég hljóp Garðabæjarhringinn og var hann 10 km hjá mér. Veðrið var eins og eftir uppskrift. Nú styttist í Reykjavíkur-hálfmaraþon og verð ég að viðurkenna að ég er að verða svolítið stressuð. Ég hef verið að gera svo margt annað en að hlaupa. Ég ætla að mæta við Lækjarskóla á morgun kl. 17:30 og vonast til að sjá einhverjar þar. Ég ætla svo að taka eitthvað langt á laugardaginn kl. 10:00. Geri svo eins og Þórdís tek með mér skóna í veiðina.

Kveðja, Þóra Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Þóra Hrönn, ég hljóp 7. km í morgun og kem því ekki í dag, en stefni á að hitta þig á laugardaginn kl. 10.00 (ég hef ekki verið dugleg að hlaupa síðustu 10 daga, en það stendur allt til bóta og mikil vellíðan hefur fylgt hlaupinu í morgun), kv. Þórdís

Þórdís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:44

2 identicon

 Þið eruð greinilega duglegar að hlaupa, ég ætti að fara að hlaupa meira um túnin heima.

Áfram búkollur!! 

Brúnkolla (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:42

3 identicon

Sæar Búkollur. ég er komin heim frá Tyrklandi. Hlaupaskórnir voru með í för en náðu aldrei upp úr ferðatöskunni, ekki mjög hlaupavænlegt þarna suðurfrá, 40 stiga hiti allan tímann. En hvað um það, ég dreif mig út í gær og hljóp Garðabæinn 10 km, ætla líka í dag kl. 17:30, hitti vonandi einhverja ykkar þá!!!

Kv. Ingileif.

Ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband