Þórdís og Þóra Hrönn hlupu í dag í alveg æðislegu veðri. Við hittumst við undirgöngin eins og búið var að ákveða kl. rétt rúmlega 10:00. Við tókum stefnuna á Garðabæinn og svo var það meðfram sjónum í Arnarnesinu og út á Álftanes. Ég var ákveðin í að taka 18 km en Þórdís eitthvað minna. En svo þegar til kom var þetta svo ljúft og skemmtilegt að Þórdís hljóp allan tímann með mér. Leiðir skildust við Hrafnistu og hún hljóp heim (16 km) en ég tók strandlengjuna út að Fjörukrá og tilbaka aftur til að ná þessum 18 km. Það tókst. Samkvæmt plani hittumst við aftur á mánudag kl. 17:30.
Kveðja, Þóra Hrönn
Athugasemdir
Gat auðvitað ekki verið minni manneskja en þessar dugnaðarkonur sem hlupu á laugardagsmorguninn. Hljóp þess vegna í morgun kl. 9:00 stóran Garðabæjarhring, 18 km, alsæl með það, en líka þreytt í fótunum. Segi pass á morgun og svo liggur leiðin til Tyrklands á þriðjudagsmorguninn. Hlaupaskórnir verða með í för til vonar og vara en ég geri mér litlar vonir með hlaup þar enda hitinn mikill. Sjáumst eftir hálfan mánuð og þið megið alls ekki vera of duglegar........kær kveðja, Ingileif.
ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.