Mætar Bryndís, Ingileif, Magga, Þórdís og Þóra-Hrönn, Hlaupið var Áslandið í 17 stiga hita og logni. Hraðinn góður,eftir brekkurnar var tekin rúnturinn kringum Ástjörnina og síðan niður í bæ. Vegalengdin var 7.6 km á misjöfnum hraða. Núna eru allar búkollurnar komnar með Garmintæki , Ingileif mætti með nýjustu útgáfuna í dag þannig að nú getum við endalaust borið saman og rifist um millitíma, paceið og vegalengdina sem hlaupið er. Næst förum við Garðabæinn á Laugardag . Stefnan er að hlaupa 18 km. Þórdís og Ingileif hlaupa sennilega á morgun föstudag en við hinar á laugardag samk. áætlun.
Athugasemdir
Hljóp í dag 14.6 km samkvæmt nýju klukkunni minni, "peisið" var að meðaltali 7.9. Glampandi sól og hiti og leiðin lá úr Hafnarfirði í gegnum Garðabæinn og að lokum út að Garðarholti og heim meðfram sjónum, sem sagt Garðabæjarhringurinn plús smá lenging. Ég held ég taki mér helgarfrí eftir þennan túr og hitti ykkur allar vonandi á mánudaginn kl. 17:30. Kveðja Ingileif.
ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.