Ég hljóp á laugardaginn (í gær) frá Bárukoti sem er neðst í Landbrotinu fyrir austan og upp á tjaldstæðið á Kirkjubæjarklaustri. Sigurjón hljóp með mér fyrstu 3 km en fór svo til baka til að ná í bílinn. Garmurinn minn stóð í 16.37 km þegar á tjaldstæðið kom. Ég var alveg hundblaut því það hellirigndi allal leiðina en það var allt í lagi því ég vissi að heit sturta biði mín. Það er gaman að skokka í sveitinni. Fallegt umhverfi og fullt af dýralífi. Ég paceaði mig á 6.30 sem gekk alveg eftir þangað til ég fór í gegnum kríuvarp þá bætti ég mig um heila mínútu. Ég sendi skýrslu í Hafnarfjörðinn og var þá búin að fá skýrslu frá Möggu og frétta af Þórdísi og Ingileif. Tökum svo á því á morgun.
Kveðja, Þóra Hrönn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.