Þá erum við komnar með bloggsíðu sem allir virkir hlaupagikkir í hópnum hafa aðgang að. Einnig væri gaman að setja inn myndir þegar einhver hefur það frumkvæði að taka myndavélina með í ferðum okkar. kveðja magga
Hæ stelpur, Þá er ég komin heim eftir frábæra ferð hringinn í kringum hnöttinn. Ég hljóp 5 km í Kína og var fegin að hafa ekki meiri tíma og í San francisco fór ég 10 km. Það var skemmtilegt að hlaupa yfir Golden gate brúna. Annars vegar þægilegur vindur frá sjónum og hins vegar mengun frá bílunum. En ég hlakka til að hitta ykkur á morgun mánudag kl. 17:30. Ég set inn myndir frá Kína og USA fljótlega.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Flokkur: Lífstíll | 3.6.2008 | 23:09 (breytt 29.6.2008 kl. 16:36) | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ Magga og allar hinar, Mér líst vel á þessa síðu og ennþá betur á hugmyndina að setja inn myndir. Ég tek með mér ljósmyndara eftir nokkrar vikur þegar ég er komin í betra form.
Kveðja, Þóra Hrönn
þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:26
Sælar - Hvað hlupu þið marga km í gær ?
kv. Þórdís
Aðallega að prufa, en kemst bara inn á athugasemdir
þórdís (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.